Dreymir þig um að gera
eitthvað stórt og fallegt?

Við erum að leita að verkefnastjóra.

Nýja starfið þitt felst í að stýra stórum og spennandi verkefnum með nokkrum af færustu hönnuðum og hugmyndasmiðum landsins. Við vinnum við að búa til fallega hluti sem koma réttum skilaboðum á rétta staði og getum lofað því að þér mun að minnsta kosti aldrei leiðast. Fyrst og fremst leitum við að kraftmikilli og jákvæðri manneskju sem er alltaf til í að leysa málin. Svo er vissulega betra ef þú býrð að reynslu og menntun sem kemur að gagni.

Umsóknarfrestur er til og með 6. ágúst nk. Sendu CV og aðrar upplýsingar sem þú telur skipta máli á umsoknir@jl.is. Fyrirspurnum er svarað á sama stað. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Jónsson & Le'macks er jafnréttisvinnustaður. Við berum virðingu fyrir hæfileikum, menntun, reynslu og viðhorfum alls starfsfólks, óháð kyni, uppruna, trú og öðrum aukaatriðum.