Jafnréttisstefna

Jónsson & Le'macks er jafnréttisvinnustaður. Við berum virðingu fyrir menntun, reynslu, hæfileikum og viðhorfum alls starfsfólks, óháð kyni.

Jafnréttisstefna þessi er sett fram í 12 markmiðum. Auk hennar er gerð aðgerðaáætlun fyrir stjórnendur og starfsfólk þar sem aðgerðir, árangur og ábyrgð eru nánar skilgreind.

Markmið með jafnréttisáætlun Jónsson & Le'macks eru:

 • Allt starfsfólk J&L skal njóta jafnra tækifæra til að axla ábyrgð á verkefnum sínum og njóta hæfileika sinna.
 • Við ákvörðun launa skal þess gætt að kynjunum sé ekki mismunað. Konur og karlar fái sömu laun og kjör fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf eftir að tekið hefur verið tillit til annarra þátta, svo sem reynslu og menntunar. Laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla.
 • Leitast skal við að jafna hlut kynjanna í vinnuhópum sem leysa verkefni stofunnar.
 • Starfsfólk og stjórnendur stofunnar eiga að vinna markvisst að því að bæta ímynd stofunnar sem jafnréttisvinnustaðar.
 • Störf hjá J&L standa báðum kynjum til boða og í atvinnuauglýsingum stofunnar skal taka það fram. Við ráðningar skal leitast við að halda kynjahlutfalli í starfsmannahópnum sem jöfnustu.
 • J&L er eftirsóknarverður vinnustaður, jafnt fyrir konur og karla. Starfsfólki skal auðveldað að samræma starfsskyldur sínar og einkalíf.
 • Kynbundið ofbeldi, einelti og kynferðisleg og kynbundin áreitni eru ekki liðin hjá J&L. Allt starfsfólk á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu.
 • Starfsþróun og endurmenntun á að standa báðum kynjum jafnt til boða.
 • Starfsfólk J&L skal koma fram við samstarfsfólk sitt og viðskiptavini af virðingu.
 • Í starfshópum um innra starf stofunnar skal þess gætt að kynjahlutfall sé ávallt sem jafnast.
 • Starfsfólk J&L á í störfum sínum að vera meðvitað um menningar-bundið kynjamisrétti í samfélaginu, t.d. úreltar staðalmyndir og fordóma.
 • Allt starfsfólk á að vera upplýst um þessa stefnu og framgang hennar.