Umhverfisstefna

Jónsson & Le'macks leggur sitt af mörkum til að styðja og efla umhverfisvitund og ábyrgðarkennd starfsmanna sem og viðskiptavina fyrirtækisins. Þetta er gert með því að stýra starfsemi J&L og þjónustu á þann hátt að tillit er tekið til áhrifa á samfélag, umhverfi og náttúru.

Umhverfisstefna Jónsson & Le'macks tekur til allrar starfsemi félagsins og starfsfólk, jafnt sem stjórn, skal virða hana í öllum störfum sínum fyrir félagið. Hún skal höfð að leiðarljósi við kaup á vörum og þjónustu. J&L framfylgir öllum landslögum hvað varðar umhverfismál og setur sér sífellt ákveðin tímasett markmið til að bæta stöðu umhverfismála í fyrirtækinu.

Markmið með umhverfisstefnu er að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif frá starfsemi félagsins. Markmiðum skal framfylgt með eftirfarandi viðmiðum:

  • Jónsson & Le'macks notast við umhverfisvottaðar rekstrarvörur eins og mögulegt.

  • Fyrirtækið hvetur starfsmenn sífellt til að nota vistvænan ferðamáta til og frá vinnu. Skrifstofa félagsins er miðsvæðis og vel staðsett með tilliti til almenningssamgangna.

  • Við leggjum áherslu á að draga úr sorpi og úrgangi á vinnustaðnum. Við flokkum, losum og eyðum sorpi og úrgangi eftir viðurkenndum aðferðum og leggjum áherslu á að endurnýta og endurvinna það sem mögulegt er.

  • Við hvetjum starfsmenn stöðugt til að nota endurvinnsluílát á vinnustaðnum.

  • Umhverfishópur vinnur að því með framkvæmdastjóra að upplýsa og fræða starfsfólk um kosti endurnýtingar og kynnir nýjungar á þessu sviði.

  • Kynna skal umhverfisstefnu félagsins fyrir starfsfólki og skal hún vera aðgengileg á innra neti félagsins.

  • Umhverfisstefna þessi tekur þegar gildi og ber framkvæmdastjóri ábyrgð á framfylgd hennar.