LAUS STÖRF HJÁ JÓNSSON & LE'PRRLBH

Hugmyndasmiður

Góðar hugmyndir kvikna í samtali snjallra og skapandi einstaklinga – og nú vantar okkur einn í viðbót.

Við leitum að einstaklingi sem býr yfir sköpunarkrafti en ekki síður frumkvæði og skipulagshæfileikum. Einstaklingi sem kann sig á fundum með viðskiptavinum, leggur sig fram á hugarflugsfundum, tekur þátt í útfærslum og framleiðslu verkefna og leiðir þau jafnvel frá getnaði til fæðingar. Í þessu starfi er mikill kostur að hafa fjölbreytta reynslu af skapandi vinnu á borð við kvikmyndaframleiðslu, skrif, leikhús og tónlist.

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars.

Hreyfihönnuður

Við leitum að „motion designer“ á heimsmælikvarða.

Um er að ræða fullt starf til framtíðar við auglýsinga- og kvikmyndagerð. Kunnátta og haldbær reynsla í After Effects, Photoshop og Illustrator er skilyrði. Þekking og reynsla af klippivinnu í Premiere og þrívíddargrafík er jafnframt kostur. Sérhæfð menntun er ekki skilyrði, en það hjálpar að hafa lært hönnun eða aðrar skapandi greinar. Svo þarf auðvitað að hafa verulega jákvætt hugarfar og vilja til að leysa snúin verkefni.

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars.Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á umsoknir@jl.is. Settu nafn starfs í efnislínu. Fyrirspurnum er svarað á sama stað. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Jónsson & Le'macks er lifandi vinnustaður þar sem einstaklingar úr öllum áttum – hönnuðir, textasmiðir, kvikmyndagerðarfólk, birtingafólk, verkefnastjórar og fleiri – vinna með metnaðarfullum fyrirtækjum að mótun ásýndar og skilaboða.

Jónsson & Le'macks er jafnréttisvinnustaður. Við berum virðingu fyrir hæfileikum, menntun, reynslu og viðhorfum starfsfólks, óháð kyni, kynhneigð, uppruna og trú.