66°NORÐUR

Í Yamal er enginn vandi að vera frosinn í 40 þúsund ár.

Það er margt skrítið að finna á 66. gráðu norðlægrar breiddar.

Til dæmis Stóra Bjarnarvatn í Kanada, á stærð við þriðjung Íslands og sjöunda stærsta stöðuvatn heims. Við vatnið er einn kaupstaður, Deline, með rúmlega 500 grjótharða íbúa. Meðalhiti í janúar er -27°C. Á 66°N í Síberíu er í Yamal, heimsendi á máli innfæddra. Þar fannst best varðveitti loðfíll heims, kálfurinn Lyuba – "elskan" – gaddfreðinn í 40.000 ár.

Og á Íslandi er Suðeyri við Súgandafjörð. Þar fæddist Hans Kristjánsson árið 1891. Hans var sem ungur maður formaður á vélbátnum Nítjándu öldinni, rak verslun og kynnti Reykvíkingum barinn harðfisk. Hann giftist ríkustu stelpunni í Súgandafirði og sýndi fimleika með Stefni, íþróttafélagi sem hann stofnaði sjálfur.

Árið 1924 fékk Hans Kristjánsson 1000 króna styrk til að læra sjóklæðagerð í Noregi. Fyrstu fötin saumaði hann á Suðureyri, á 66°N en vinsældir þeirra urðu fljótt slíkar að hann flutti til Reykjavíkur og stofnaði Sjóklæðagerðina við Laugaveg árið 1927. Fimmtíu árum síðar var hafin framleiðsla undir nýju merki, 66°NORÐUR.

Verðlaun & viðurkenningar

ÍMARK 2011
Viðurkenning:

Stafrænar auglýsingar / Vefauglýsingar – Veftímarit

SVEF 2011
Tilnefning:

Besta markaðsherferðin

Klæddu þig vel! – sumar/vetur 2013-14

Mjóifjörður er afskekktur og heillandi fjörður á Austfjörðum, rómaður fyrir gott berjaland. Vegurinn er ekki opinn nema rétt yfir sumarið, annars er það bara sjórinn og flóabáturinn Anný sem tengir fjörðinn við umheiminn. Okkur fannst upplagt að fara þangað til að taka ljósmyndirnar af nýju vetrarlínunni.

Kalt og blautt en svolítið hressandi – sumar 2013

Gamla bæjarbryggjan í Vestmannaeyjum er ein sú elsta á landinu. Vatnið þar er mun nær frostmarki en barnalaugaryl en módelin okkar eru sem betur fer hörkutól.

Áramót

Hér er líka að finna björgunarsveitamanninn Starkað Hróbjartsson sem, fyrir utan að bera nafn sem verður að teljast með þeim íslenskari, klæðist 66°NORÐUR fatnaði líkt og allir sjálfboðaliðar Slysavarnafélags Landsbjargar. Við minnum Íslendinga á að svara kalli þeirra um stuðning.

Lítið, skrýtið og skítkalt – vetur 2012

Í Sandgerði er íbúðarhús sem var breytt í skrítnustu frystigeymslu landsins. Kuldinn í frystiklefanum leynir sér ekki, ekki síst í andliti Emils sem á reyndar sjálfum sér að þakka hönnun og vöxt á því sem verður að teljast með vígalegri skeggjum.

Vefmagasín

Á magazine.66north.com geta viðskiptavinir skoðað úrval og verð á fatnaði og tekið saman það sem þarf til að standast síbreytilegt íslenskt veðurfar.

Umhverfisauglýsingar

Þeir sem lögðu leið sína í miðbæinn um Sæbrautina gátu slökkt á miðstöðinni því risastórt skilti á hlið Tollhússins við Tryggvagötu tók á móti þeim og hlýjaði þeim sem hlýja þurfti.

Vefauglýsingar

Þeir sem leituðu upplýsinga á ja.is voru skyndilega komnir í frystiklefann í Sandgerði.


Landsbankinn

VR

66°NORTH

Landsvirkjun

Landsbankinn B2B

Víking

Norðursalt

KEX Hostel

Unicef

Good Good

Norðurál

Sinfónían

Thule

Icelandic Lamb

HÍB