Icelandic Lamb

Á fjalli í 1100 ár

Sauðkindin fylgdi landnámsmönnunum hingað til lands á níundu öld. Hún hefur ráfað yfir fjöll og firnindi á hverju sumri síðan. Kjöt hennar og ull hélt lífi í þjóð á hjara veraldar, og meira að segja bein hennar urðu börnum leikföng. Íslenska kindakynið er einangrað og á ellefu öldum hafa afkomendur landnámsfjársins því þróað með sér einstaka eiginleika á heimsvísu.
Þetta er sagan sem mörkun Icelandic Lamb segir. Tímalaust yfirbragð í svarthvítum myndheimi, fræðandi nálgun sem birtist með því að gefa hugmyndir um uppskriftir, segja frá hefðum og vinnsluaðferðum og metnaði sauðfjárbænda, sterkt vörumerki: allt leggst þetta á eitt.

Vörumerkið

Vörumerki Icelandic Lamb segir „heila sögu,“ þ.e. það miðlar arfleifð og sérstöðu sauðkindarinnar með sterku myndmáli og hnitmiðuðum texta. Hönnunin leitar í arfleifð landnámsmanna og víkinga í stílbrögðum. Hún er einföld, áberandi, gerðarleg og ber með sér gæði.
Merkið má nota á allar íslenskar kindaafurðir til að ná hámarkssnertingu við erlenda ferðamenn á einfaldan og ódýran máta.


Sögur

Sauðfjárrækt byggir á hefðum, þekkingu og verklagi sem gengur að stórum hluta á milli kynslóða. Á löngum tíma hafa enn fremur orðið til hefðir í kringum neyslu lambakjöts sem eru órjúfanlegur hluti íslenskrar menningar.
Við kynnumst bændunum, hugsjóninni, hefðunum og metnaðinum sem skilar sér í gæðaafurðum í röð myndbanda sem er dreift á samfélagsmiðlum.

Uppskriftir

Prentauglýsingar


Landsbankinn

VR

66°NORTH

Landsvirkjun

Landsbankinn B2B

Víking

Norðursalt

KEX Hostel

Unicef

Good Good

Norðurál

Sinfónían

Thule

Icelandic Lamb

HÍB

Sjóvá