KEX Hostel

Stundum er KEX meira en bara kex

Skúlagata 28 á sér langa og bragðgóða sögu með vafasömu ívafi.

Árið 1936 flutti Kexverksmiðjan Frón starfsemi sína í húsið og eyddi þar rúmum 70 árum í að framleiða vinsælasta íslenska kex fyrr og síðar – Matarkexið frá Frón – sem hefur átt sinn stað við hlið kaffibolla Íslendinga í áratugi.

Þegar Kexverksmiðjan flutti sig um set árið 2007 tók við nokkuð loðið tímabil í sögu hússins. Sagt er að þar hafi verið starfræktur billjardklúbburinn Kexið í kyrrþey með tilheyrandi pókerspili og umdeilanlegu veitingaleyfi.

Árið 2010 ákvað gamall vinahópur að hefja siðbót og allsherjar endurbætur á þessari sögufrægu byggingu. Hugmyndin var metnaðarfull og til þess fallin að færa orðspor gömlu verksmiðjunnar í fyrra horf. Fjögurra hæða farfuglaheimili með líkamsræktarsal, krá, rakarastofu og bókasafni svo fátt eitt sé nefnt. Endurbæturnar voru gerðar með virðingu fyrir sögu hússins, verksmiðjubragnum var leyft að njóta sín og KEX Hostel varð staðreynd með fjórar og hálfa stjörnu á Trip Advisor, "really cool vibe", "amazing menu options", "probably my favorite place in Iceland for meeting other travelers" og allt það.

Í dag er Skúlagata 28 víðfrægur reitur þar sem fólk hvaðanæva að úr heiminum, hvort sem það eru námsmenn úr miðbænum eða ferðalangar frá Austurlöndum, kemur saman í suðupotti menningar, matar og lista og leggur þreytt höfuð sitt á koddann eftir upplifanir dagsins.

Verðlaun & viðurkenningar

ÍMARK 2011
Verðlaun:

Ásýnd fyrirtækis eða vörumerkis

FÍT
Verðlaun:

Mörkun fyrirtækja

Viðurkenning:

Vefsíður – kexhostel.is

Ásýnd

Hugmyndin á bakvið merkið var að nota átta mismunandi leturgerðir fengnar úr gömlum dagblöðum, tímaritum og skiltum og mynda úr þeim átta mismunandi merki sem hvert fyrir sig hefur þrjár leturgerðir. Þannig á KEX átta merki í staðinn fyrir eitt. Letursamsuðan er í samræmi við hugmyndir KEX um að farfuglaheimilið sé samastaður allskonar fólks hvaðanæva að úr heiminum. Sérletur KEX minnir á gamla tíma, eins og veggspjöld og vörumerki þess innanhúss.

Innahússhönnuðir þessa fallegasta farfuglaheimilis heims eru vinir okkar Hálfdan Pedersen og Sara Jónsdóttir en þau unnu listilega úr hugmynd um endurnýtingu efniviðs og tryggð við húsgögn og allskonar hluti með sögu og sál. Allt gerir þetta KEXið að einstaklega vel lukkuðum stað fyrir fagurkera og alla þá sem kunna að meta fallegt og fjölbreytilegt andrúmsloft.

Vefsíða

Á vefsíðu KEX geta ferðalangar pantað gistingu, skoðað matseðilinn á kránni og lesið sér til um leiksýningar,
tónleika, þemavikur og aðrar uppákomur sem KEX stendur fyrir.

Blaðaauglýsingar

KEX stendur fyrir þemavikum, tónleikum, sýningum og öðrum uppákomum sem teknar eru saman í mánaðarlegri dagskrá.


Landsbankinn

VR

66°NORTH

Landsvirkjun

Landsbankinn B2B

Víking

Norðursalt

KEX Hostel

Unicef

Good Good

Norðurál

Sinfónían

Thule

Icelandic Lamb

HÍB