Landsbankinn

Ný stefna Landsbankans var fyrst kynnt haustið 2010 undir nafninu „Landsbankinn þinn“. Í upphafi árs 2011 hófst samstarf Landsbankans og J&L og var það hlutverk stofunnar að marka nýja ásýnd bankans og kynna nýja stefnu. Ný nálgun var gerð að framsetningu á þjónustu bankans sem var í raun hugsuð sem ein samræmd og heildstæð herferð frá ársbyrjun 2011 og fram á haustið 2012.

Ný ásýnd á gömlum grunni

Landsbankinn er um margt einstakt vörumerki á Íslandi. Bankinn hefur gegnt lykilhlutverki í samtímasögu okkar og vörumerkið á sér sögu allt aftur til ársins 1886. Höfuðstöðvar bankans og útibú eru nokkur af þekktustu kennileitum landsins. Slík saga gegnir alltaf mikilvægu hlutverki í tilurð trúverðugs vörumerkis. Fortíðin, góð og slæm, mun alltaf fylgja bankanum. Fátt var mikilvægara í endurmörkun bankans og framsetningu á nýrri stefnu en þau einföldu skilaboð að Landsbankinn ætlaði að læra af fortíðinni en ekki flýja hana.

Áherslur

Þegar hönnun fór fram voru nokkur lykilskilyrði sem nýju útliti var ætlað að uppfylla.

  1. Vera upplýsandi. Útlit bankans í heildina er hannað og hugsað til að bera efnismikil og innnihaldsmikil samskipti.
  2. Stöðugleiki. Allur fókus var settur á vörumerki Landsbankans þannig að sterkur og mikill svipur væri milli auglýsingaherferða.
  3. Mannlegir og hlýlegir litir. Með nýjum bláum lit voru valdir litir sem gefa hlýlega en glaðlega heildaráferð.
  4. Raunsæi. Útliti bankans var ætlað að koma á framfæri raunverulegum breytingum, jarðbundnum vöruskilaboðum og halda utan um samskipti við viðskiptavini á jafnréttisgrundvelli.

Samræmdur talsmáti

Það eru viðskiptavinir bankans sem eiga orðið í auglýsingum Landsbankans og nálgunin er allt önnur en hefð er fyrir í auglýsingum á Íslandi. Hver auglýsing er í raun lítil heimildarmynd um manneskju og því er ekkert handrit gert.

Myndheimur

Ljósmyndir bankans frá því nýtt útlit var kynnt hafa flestar verið teknar af Ara Magg og Baldri Kristjánssyni. Við tökurnar höfum við í lengstu lög forðast að lýsa myndefnin sérstaklega. Myndirnar sýna raunveruleikann og notast nær eingöngu við dagsljós.

Verðlaun & viðurkenningar

ÍMARK 2011
Viðurkenning:

Ásýnd fyrirtækis eða vörumerkis

Viðurkenning:

Kvikmyndaðar auglýsingar – Náman

FÍT
Verðlaun:

Mörkun fyrirtækja – Bankinn þinn

Verðlaun:

Upplýsingahönnun – Grafísk einkenni Landsbankans

Ásýnd

Vörumerkið á sér sögu allt aftur til ársins 1886 og Landsbankinn er stærsti banki á Íslandi.

Hátíðisdagar

Ánægðustu viðskiptavinirnir

Nýtt öryggiskerfi

Lánavörur

Náman

Varðan

Eignastýring

Aukakrónur

Landsbankinn þinn

Fyrstu verk J&L voru framsetning á svokölluðum aðgerðarlista bankans sem var listi yfir fyrirhugaðar breytingar og aðgerðir í takt við nýja stefnu. Í kjölfarið fylgdu auglýsingar sem sögðu frá þeim margbreytilegum verkefnum og aðgerðum sem ráðist hefur verið í. Aðgerðir í takt við nýja stefnu hafa verið rauði þráðurinn í samskiptum bankans við almenning síðan þá.