Landsvirkjun

Landsvirkjun er langstærsti vinnsluaðili raforku á Íslandi og meðal stærstu fyrirtækja Evrópu á sviði orkuvinnslu úr endurnýjanlegum orkugjöfum.

Landsvirkjun vinnur þrjá fjórðu hluta allrar orku sem unnin er á Íslandi

Fyrirtækið er í eigu þjóðarinnar og því er treyst fyrir einni af helstu auðlindum hennar: orkunni sem bundin er í fallvötnum landsins og iðrum jarðar. Með vindmyllum fyrir norðan Búrfell hefur rokið bæst við, svo kannski sjávarföllin og hverjar aðrar orkuupsprettur sem geta hentað til sjálfbærrar nýtingar. Framtíð orkuvinnslu á Íslandi er full af spennandi möguleikum.

Ný ásýnd Landsvirkjunar endurspeglar skýra sýn fyrirtækisins: áherslu á gagnsæi, samfélagslega ábyrgð, framsækni, ráðdeild og traust. Þetta er opnari, mildari og nútímalegri ásýnd en áður; vönduð, ábyrg, opin og heiðarleg.

Landsvirkjun kynnir sig

Kynningarmyndir um starfsemi og áherslur Landsvirkjunar hafa fjölþættan tilgang. Með þeim kynnir fyrirtækið sig fyrir erlendum viðskiptavinum en þeim er ekki síður ætlað að veita eiganda fyrirtækisins, íslenskum almenningi, upplýsingar um starfsemina.

Ásýnd

Verðlaun & viðurkenningar

ÍMARK 2011
Viðurkenning:

Stafrænar auglýsingar / Vefauglýsingar – Já.is flæðir

Viðurkenning:

Ásýnd fyrirtækis eða vörumerkis

FÍT
Verðlaun:

Já.is flæðir (Landsvirkjun)

Ný ásýnd Landsvirkjunar endurspeglar skýra framtíðarsýn fyrirtækisins: áherslu á gagnsæi, samfélagslega ábyrgð, framsækni, ráðdeild og traust. Þetta er opnari, mildari og nútímalegri ásýnd en áður, vönduð, ábyrg, opin og heiðarleg. Allt efni er prentað á umhverfisvænan FSC vottaðan Munken pappír í Svans-merktun prentsmiðjum.

Auglýsingar

Landsvirkjun styrkir margvísleg menningarverkefni og góðgerðastarf í gegnum Samfélagssjóðinn, og fjölda rannsóknaverkefna í gegnum Orkurannsóknasjóð. Áramótaauglýsingar fyrirtækisins veita yfirlit yfir starf sjóðanna.

Vefauglýsingar

Vefnum ja.is var feykt í burtu yfir sumarið, á meðan orkusýningin á Búrfelli var opin. Auglýsingin var tilnefnd til ÍMARK verðlauna 2012.


Landsbankinn

VR

66°NORTH

Landsvirkjun

Landsbankinn B2B

Víking

Norðursalt

KEX Hostel

Unicef

Good Good

Norðurál

Sinfónían

Thule

Icelandic Lamb

HÍB