Sinfónían

Langstærsta hljómsveit landsins

Fimmtudagskvöldin hafa verið kvöld Sinfóníunnar í 62 ár, eða frá fyrstu tónleikum sveitarinnar í Austurbæjarbíói þann 9. mars 1950.

Róbert Abraham Ottósson, flóttamaður undan nasistum og einn helsti meistari íslensks tónlistarlífs, stjórnað 40 manna hljómsveit sem flutti verk eftir Beethoven og Schubert. Aðgangseyrir var 20 krónur.

Nú er hljómsveitin tvöfalt stærri – 82 hljóðfæraleikarar eru fastráðnir og hún stækkar í yfir hundrað þegar þörf krefur. Hljómsveitin er flutt í Hörpu, einn besta tónleikasal heims, og leikur betur en nokkru sinni fyrr.

Frá 2008 hefur áskrifendum fjölgað um 165%

Gestum Sinfó hefur líka fjölgað jafnt og þétt, og aldrei meira en á árunum eftir hrun. Síðustu árin í Háskólabíói fjölgaði áskrifendum verulega og áheyrendahópurinn varð yngri og fjölbreyttari en áður. Frá 2008 hefur áskrifendum fjölgað um 165% og hljómsveitin fyllir húsið á nánast hverjum einustu tónleikum.

Nýr aðalstjórnandi, Ilan Volkov, er aðeins 36 ára gamall en á langan og glæsilegan feril að baki. Honum fylgja ferskir vindar, enda er Volkov hreint ótrúlega fjölhæfur. Hann er jafnvígur á stórvirki klassísku meistaranna sem á óvenjulegustu nútímastykki, óperur, djass og raftónlist. Flutningur hans sjálfs á verkinu Child of Tree eftir John Cage er ógleymanlegur, en þar lék Volkov einleik á uppmagnaða kaktusa í lok Tectonics tónlistarhátíðarinnar.

Það er bjart framundan hjá Sinfóníuhljómsveitinni og forréttindi að fá að aðstoða við að markaðssetja hennar frábæru þjónustu.

Verðlaun & viðurkenningar

ÍMARK 2011
Viðurkenning:

Prentauglýsingar

Verðlaun:

Útvarpsauglýsingar

Lifandi Tónlist

Ásýnd

Ásýnd Sinfóníunnar var endurhönnuð frá grunni fyrir starfsárið 2009/10. Markmiðið var að miðla einstakri upplifun lifandi tónlistar í flutningi hljóðfæraleikara í allra fremstu röð – upplifun sem ekki er hægt að fá með neinum öðrum hætti en á raunverulegum tónleikum með lifandi fólki. Ari Magg tók myndirnar með Alberti okkar Muñoz og hljóðfæraleikararnir sýndu einstaka þolinmæði í niðamyrku stúdíóinu.

Blaðaauglýsingar

Hljóðfæraleikarnir gegna aðalhlutverki í auglýsingum fyrir "þöglu" miðlana.

Vefsíða

Útlit nýs vefsvæðis var hannað af J&L í samstarfi við Hugsmiðjuna.


Landsbankinn

VR

66°NORTH

Landsvirkjun

Landsbankinn B2B

Víking

Norðursalt

KEX Hostel

Unicef

Good Good

Norðurál

Sinfónían

Thule

Icelandic Lamb

HÍB