Sjóvá

Sjóvá í nýju samtali

Heimurinn breytist hratt. Samfélagsmiðlar gera öllum auðveldara að koma til skila skoðun sinni á fyrirtækjum og þjónustu þeirra, bæði jákvæðar og neikvæðar skoðanir. Auglýsingar og markaðsstarf er ekki lengur það eintal sem það var áður – það er samtal. 

Árið 2015 hóf Sjóvá verkefni sem gekk út á að að gera samskipti við viðskiptavini skilvirkari og í takt við þær miklu breytingar sem eru að verða í fjölmiðlum og öðrum samskiptum. „Nýtt samtal“ fól í sér nýjan hugsunarhátt. Það er erfitt að tala um tryggingar á mannamáli – en það er nákvæmlega það sem þarf að gera; að hjálpa viðskiptavinum að skilja tryggingar og höfða til skynsemi fólks með skiljanlegri framsetningu á skynsamlegum upplýsingum.

Vörumerkið

Skilaboðin eru alltaf í forgrunni. Í framsetningu vörumerkisins er leitast við að sleppa öllu óþarfa flúri og einkennist stíllinn af látleysi og skýrleika. Litapallettan er einföld og vísar til sögu Sjóvá og vörumerkisins. Blái liturinn aðgreinir Sjóvá frá samkeppnisaðilunum á tryggingamarkaði, en kallar jafnframt fram hughrif um stöðugleika og gagnsæi. Á samfélagsmiðlum eru tölulegrar staðreyndir gjarnan þungamiðjan og þeim miðlað með myndrænum hætti til að veita viðtakandanum yfirsýn yfir flókin viðfangsefni.


Kvikmyndaðar auglýsingar

Tryggingar veita hugarró. Í kvikmynduðu efni, hvort sem það birtist á vefmiðlum eða í sjónvarpi, er brugðið upp mynd af viðskiptavinum Sjóvá í sínu daglega amstri, en þar er á ferðinni fjölbreyttur hópur með ólíka þörf fyrir tryggingar. Sköpuð eru eins konar „lifandi portrett“ sem styrkja skilaboðin hverju sinni, en ekki er leitast við að mynda línulega frásögn.

Prentauglýsingar


Samstarf við Slysavarnafélagið Landsbjörg

Sjóvá er aðalstyrktaraðili við Slysavarnarfélagið Landsbjörg og starfar náið með björgunarsveitunum í landinu. Samstarfið felur meðal annars í sér að koma á framfæri upplýsingum sem geta komið í veg fyrir slys og hjálpað fólki í erfiðum aðstæðum.

Prentauglýsingar


Vefur

Á vef Sjóvá er leitast við að miðla upplýsingum um tryggingar á einfaldan, skýran og áhugaverðan hátt. Kappkostað er við að gera notendaupplifunina áreynslulausa og tryggja notendunum góða yfirsýn og þjónustu.Landsbankinn

VR

66°NORTH

Landsvirkjun

Landsbankinn B2B

Víking

Norðursalt

KEX Hostel

Unicef

Good Good

Norðurál

Sinfónían

Thule

Icelandic Lamb

HÍB

Sjóvá