TM

Tryggingafélög eru öll eins er það ekki?

Korter í þorskastríð stofnuðu nokkrir vaskir aðilar úr sjávarútveginum Tryggingamiðstöðina.

Saga félagsins er samofin þróun íslensks sjávarútvegs en TM tryggði togarana sem voru að ryðja sér til rúms á þessum tíma ásamt því að bjóða upp á alhliða tryggingaþjónustu.

Maður veit aldrei hvað gerist næst og það er nú kannski ástæðan fyrir því að maður er með tryggingar yfir höfuð. Á vefsíðunni afhverju.tm.is má sjá sögur fjölda viðskiptavina sem hafa lent í tjóni um hvernig þeir upplifðu úrlausn sinna mála. Þessar fjölmörgu sögur viðskiptavina sýna að ef það kemur eitthvað fyrir – þá vilt þú vera hjá TM.

Í 11 af 13 árum hafa ánægðustu viðskiptavinirnir verið hjá TM.

Hjá TM eru ánægðustu viðskiptavinir íslenskra tryggingafélaga samkvæmt Ánægjuvoginni. Í 11 af þeim 13 skiptum sem ánægja viðskiptavina íslenskra tryggingafélaga hefur verið mæld hefur TM skarað fram úr keppinautum sínum. Það segir sína sögu.

Verðlaun & viðurkenningar

ÍMARK 2011
Viðurkenning:

Stafrænar auglýsingar / Samfélagsmiðlar

FÍT 2011
Viðurkenning:

Stakar auglýsingar fyrir vefmiðla – Ástarkort TM

SVEF 2011
Tilnefning:

Besta markaðsherferðin – Ástarkort TM

Venjulegur dagur

Ása og Bjössi

Ása og Bjössi hittast fyrst árið 1983 og verða fljótt mestu mátar. Í auglýsingunum fáum við að fylgjast með vináttu þeirra vaxa og dafna fram til dagsins í dag.

Afhverju TM?

Í fjöldamörg ár hefur TM beðið viðskiptavini sem lenda í tjóni að deila með sér hvernig þeir upplifðu úrlausn mála. Á vefsíðunni afhverju.tm.is getur þú lesið og flett í gegnum þessar sögur og fengið í leiðinni tilboð í tryggingar.

Ástarkort

Ástarkort TM er magnað tól sem gerir ástföngnum Íslendingum kleift að merkja staðinn þar sem þeir fundu ástina og segja litla ástarsögu í leiðinni. Hægt er að lesa sögur annarra Íslendinga og sjá hvar vinir manns kynntust ástinni í sínu lífi.

Bílpróf TM

Til þess að minnka líkur á slysum og styrkja samband ungra ökumanna og foreldra býður TM forráðamönnum og nýjum ökumönnum að gera samning um öruggari akstur á vefsíðunni bilprof.tm.is.


Norðurál

Thule

Landsbankinn

Landsbankinn B2B

VR

Víking

Saffran

Borgun

Landsvirkjun

66°NORTH

KEX Hostel

TM

Sinfónían

Kringlan