Unicef

Sannar gjafir bjarga mannslífum

Íslensku jólasveinarnir hafa þroskast mikið síðustu áratugi og eru satt best að segja orðnir alveg frábærir náungar. Þeir hafa meðal annars getið sér gott orð fyrir að gefa krökkum í skóinn og haldið uppi stuðinu á jólaböllum. En þeir hafa líka áttað sig á að það eru ekki bara íslensk börn sem þurfa gjafir. Um allan heim eru börn sem skortir tækifæri, dreymir um að geta farið í skóla og þurfa nauðsynleg hjálpargögn til að lifa af. Sannar gjafir Unicef gera fólki kleift að leggja sitt af mörkum og gefa virkilega gagnlegar jólagafir, ormalyf, bólusetningar, hlý teppi og þess háttar. Verkefnið unnum við í samstarfi við teiknarann Brian Pilkington, og leikarinn Ólafur Darri Ólafsson tók að sér að lesa ljóðin.

Söfnunin fór fram úr björtustu vonum og þegar upp var staðið hafði safnast meira en tvöfalt hærri upphæð en árið áður.

Auglýsingar


Landsbankinn

VR

66°NORTH

Landsvirkjun

Landsbankinn B2B

Víking

Norðursalt

KEX Hostel

Unicef

Good Good

Norðurál

Sinfónían

Thule

Icelandic Lamb

HÍB